Efni flutt úr öðrum
tækjum
Veldu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Símaflutn.
.
Þú getur flutt efni, eins og tengiliði, úr samhæfu Nokia tæki
í nýja Nokia Eseries tækið þitt með með ýmsum
tengiaðferðum. Tegund þess efnis sem hægt er að flytja fer
eftir gerð tækisins. Þú getur einnig samstillt gögn milli
tækjanna eða sent gögn úr þessu tæki í hitt tækið ef hitt
tækið styður samstillingu.
Þegar þú flytur gögn úr eldra tæki kann það að fara fram á að
þú setjir SIM-kort í það. Ekki er nauðsynlegt að SIM-kort sé í
Eseries tækinu þegar gögn eru flutt.
Efnið er afritað úr minni hins tækisins og sett á viðeigandi
stað á tækinu þínu. Afritunartíminn veltur á því gagnamagni
sem er afritað. Þú getur hætt við afritunina og haldið henni
áfram síðar.
Nauðsynlegar aðgerðir fyrir gagnaflutning geta verið
breytilegar eftir tækjum, og því hvort þú hafir hætt við
gagnflutning áður. Þeir hlutir sem hægt er að flytja geta verið
mismunandi eftir hinu tækinu.