Nokia E63 - Spjall

background image

Spjall

Veldu

Valmynd

>

Samskipti

>

Spjall

.

Spjallið (sérþjónusta) gerir þér kleift að hafa samband við

annað fólk með því að nota spjallskilaboð og taka þátt í

umræðuhópum (spjallhópum) þar sem rætt er um ákveðin

málefni. Þjónustuveitur halda úti spjallmiðlurum sem þú

getur skráð þig inn á þegar þú hefur gerst áskrifandi að

þjónustunni. Mismunandi er hvaða aðgerðir þjónustuveitur

styðja.
Ef spjall er ekki í boði hjá þjónustuveitunni er ekki víst að það

birtist í valmynd tækisins. Hafðu samband við

þjónustuveituna til að fá nánari upplýsingar um áskrift að

spjalli og gjaldskrá. Nánari upplýsingar um stillingar fyrir

spjall fást hjá þjónustuveitunni.
Stillingarnar kunna að berast í sérstökum textaskilaboðum

frá þjónustuveitunni sem býður upp á spjallþjónustuna. Ef

svo er ekki þarf að færa stillingarnar inn handvirkt.
Aðrar spjalllausnir, eins og WindowsLive og Yahoo, eru

hugsanlega fáanlegar í Niðurhali.