Nokia E63 - Hringja símtal

background image

Hringja símtal

Til að hringja slærðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri,

og ýtir á hringitakkann.

Ábending: Til að hringja til útlanda skaltu setja inn

plúsmerkið (+) í stað alþjóðlega svæðisnúmersins, og

slá því næst inn landsnúmerið og svæðisnúmerið

(slepptu 0 í upphafi ef með þarf) og svo símanúmerið.

Til að ljúka símtali eða hætta við að hringja ýtirðu á hætta-

takkann.
Til að hringja í tengiliði sem eru vistaðir í minninu skaltu ýta

á tengiliðatakkann. Sláðu inn fyrstu stafina í nafninu, flettu

að nafninu og ýttu á hringitakkann.

Sjá „Nokia tengiliðir fyrir

Eseries“, bls. 28.

Til að hringja símtal með notkunarskránni ýtirðu á

hringitakkann til að sjá síðustu númerin sem þú hringdir í eða

reyndir að hringja í (allt að 20 númer). Flettu að númerinu

eða nafninu sem þú vilt hringja í og ýttu á hringitakkann.

Sjá

„Notkunarskrá “, bls. 41.

Meðan á símtali stendur er hægt að stilla hljóðstyrkinn með

því að fletta til hægri eða vinstri.

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

32

background image

Til að skipta úr venjulegu símtali yfir í myndsímtal velurðu

Valkostir

>

Skipta yfir í myndsímtal

. Tækið slítur þá

raddsímtalinu og hefur myndsímtal við viðtakandann.