
Samnýting hreyfimynda
Notaðu samnýtingu hreyfimynda (sérþjónusta) til að senda
hreyfimyndir úr tækinu í samhæft farsímatæki meðan á
símtali stendur. Til að nota þennan möguleika verður tækið
að vera innan þjónustusvæðis UMTS-símkerfis.
1. Hringdu í valdan tengilið. Hægt er að samnýta hreyfimynd
þegar símtalinu hefur verið komið á og tækið þitt er skráð
á SIP-miðlarann.
2. Til að senda hreyfimynd úr tækinu velurðu
Valkostir
>
Samnýta hreyfimynd
og síðan samnýtingarvalkost, ef
hann er til staðar. Hægt er að forskoða myndskeið með
því að velja
Valkostir
>
Spila
.
3. Veldu viðtakandann úr Tengiliðir eða sláðu inn SIP-fang
hans til að senda honum boð. Samnýting hefst sjálfkrafa
þegar viðtakandinn samþykkir boðið.
4. Samnýtingunni er lokað með því að velja
Stöðva
. Engin
truflun verður á símtalinu.