Nokia E63 - Kallkerfi

background image

Kallkerfi

Veldu

Valmynd

>

Samskipti

>

Kallkerfi

.

Kallkerfi (PTT, sérþjónusta) gefur beint talsamband með því

að ýta á takka. Með kallkerfi er hægt að nota tækið á sama

hátt og labbrabbtæki.
Þú getur notað kallkerfi til að tala við einn viðmælanda eða

hóp fólks eða til að tengjast rás. Rás er eins og spjallrás: þú

getur hringt í rásina til að sjá hvort einhver sé tengdur.

Hringingin í rásina heyrist ekki hjá öðrum notendum;

notendurnir tengjast bara rásinni og byrja að tala saman.
Í kallkerfissamskiptum talar einn á meðan hinir hlusta í

innbyggða hátalaranum. Notendur skiptast á um að svara.

Þar sem aðeins einn notandi getur talað í einu er tíminn sem

hægt er að tala í einu takmarkaður. Upplýsingar um hversu

lengi hægt er að tala í einu fást hjá þjónustuveitunni.