Snið
Veldu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Snið
.
Þú getur stillt og sérsniðið hringitóna, viðvörunartóna og
aðra tóna tækisins fyrir mismunandi viðburði, umhverfi og
viðmælendahópa. Það snið sem er í notkun hverju sinni sést
efst á skjánum á heimaskjánum. Ef sniðið Almennt er í notkun
birtist aðeins dagsetningin.
Til að búa til nýtt snið skaltu velja
Valkostir
>
Búa til nýtt
og tilgreina stillingarnar.
Til að laga snið að þínum þörfum velurðu sniðið og svo
Valkostir
>
Sérsníða
.
Til að breyta sniði velurðu sniðið og svo
Valkostir
>
Gera
virkt
.Ótengda sniðið hindrar þig í að kveikja óvart á tækinu,
senda eða taka á móti skilaboðum, nota þráðlaust staðarnet,
Bluetooth eða FM-útvarp. Það lokar einnig öllum þeim
internettengingum sem eru virkar þegar sniðið er valið.
Ótengda sniðið kemur ekki í veg fyrir að nýjum þráðlausum
staðarnetstengingum eða Bluetooth-tengingum sé komið á
seinna eða að FM-útvarp sé endurræst. Fylgdu því viðeigandi
öryggisráðstöfunum þegar þú notar þessa möguleika.
Til að eyða sniði sem þú hefur búið til velurðu
Valkostir
>
Eyða sniði
. Þú getur ekki eytt forstilltu sniðunum.