
Skrár á Ovi
Með skrám á Ovi er hægt að nota Nokia E63 til að fá aðgang
að efni á tölvunni þegar kveikt er á henni og hún nettengd.
Þú þarft að setja upp forritið Skrár á Ovi á öllum tölvum sem
þú vilt fá aðgang að með Skrár á Ovi .
Þú getur prófað Skrár á Ovi í takmarkaðan tíma.
Með Skrám á Ovi geturðu:
• Flett í gegnum myndirnar þínar, leitað í þeim og skoðað
þær. Þú þarft ekki að hlaða myndum upp á vefsvæðið en
þú getur fengið aðgang að efni sem er á tölvunni með
farsímatækinu.
• Flett í gegnum skrárnar þínar, leitað í þeim og skoðað þær.
• Flutt lög úr tölvunni í tækið.
• Sent skrár og möppur úr tölvunni án þess að færa þær í
eða úr tækinu fyrst.
• Opnað skrár á tölvunni þótt slökkt sé á henni. Veldu bara
hvaða möppur og skrár þú vilt gera aðgengilegar og Skrár
á Ovi geymir sjálfkrafa uppfært afrit á öruggum
geymslustað á netinu, til að þú getir jafnvel opnað
skrárnar þegar slökkt er á tölvunni.
Frekari upplýsingar eru á files.ovi.com/support.