Nokia E63 - Gakktu á áfangastað

background image

Gakktu á áfangastað

Í gönguleiðum er ekki tekið tillit til hugsanlegra

aksturstakmarkana, svo sem einstefnuaksturs og reglna um

beygjubann, og þær ná til svæða fyrir gangandi vegfarendur

og almenningsgarða. Í þeim er lögð áhersla á göngustíga og

sveitavegi, en þjóðvegum og hraðbrautum er sleppt.
Leiðin er sýnd á kortinu og er áttin gefin til kynna með ör.

Litlu punktarnar sýna í hvaða átt þú gengur.
Hámarkslengd gönguleiðar er 50 kílómetrar (31 míla) og

hámarksgönguhraði er 30 km/klst. (18 mílur/klst.). Ef farið er

yfir hámarkshraða stöðvast leiðsögnin, en hún hefst á ný um

leið og gengið er á réttum hraða.
Raddleiðsögn er ekki í boði fyrir gönguleiðsögn.
Til að kaupa leyfi fyrir gönguleiðsögn velurðu

Valkostir

>

Aukakostir

>

Ganga

. Leyfið er svæðisbundið og má aðeins

nota á valda svæðinu. Hægt er að greiða fyrir leyfið með

kreditkorti eða í gegnum símreikninginn, ef þjónustuveitan

býður upp á það.

Ábending: Til að prófa leiðsögn í þrjá daga með

ókeypis leyfi skaltu ýta á skruntakkann og velja

Ganga

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

69

background image

þangað

. Forritið kannar hvort slíkt leyfi sé í boði fyrir

tækið. Til að leyfið verði virkt skaltu velja

Í lagi

. Aðeins

er hægt að nota sér leyfið einu sinni.

Til að hefja leiðsögn skaltu velja stað og

Ganga þangað

.

Til að stöðva leiðsögn velurðu

Stöðva

.