Nokia E63 - Finna staðsetningar

background image

Finna staðsetningar

Til að finna staðsetningu í borg eða á svæði á korti slærðu

inn allt heimilisfangið eða hluta þess í leitarreitinn og ýtir á

skruntakkann. Til að finna staðsetningu í annarri borg slærðu

inn borgina og allt heimilisfangið eða hluta þess, eins og t.d.

London Oxford Street og ýtir á skruntakkann.
Til að finna tiltekið heimilisfang eða heimilisfang í öðru landi

velurðu

Valkostir

>

Leita

>

Heimilisföng

. Fylla þarf út í

reitina

Land/Svæði *

og

Borg eða póstnúmer

.

Ábending: Til að leita að staðsetningum í öðru landi

með leitarreitnum skaltu einnig slá nafn landsins inn í

leitarreitinn: Róm Ítalía.

Til að setja inn heimilisfang úr tengiliðaskránni velurðu

Valkostir

>

Leita

>

Heimilisföng

>

Valkostir

>

Velja úr

tengiliðum

.

Leitarniðurstöðunum er skipt niður eftir flokkum. Til að

takmarka leitina við einn flokk velurðu

Valkostir

>

Leita

.

Ef þú leitar að staðsetningum án þess að internettenging sé

til staðar eru leitarniðurstöðurnar takmarkaðar við 50 km (31

mílu) radíus.