Nokia E63 - Kort

background image

Kort

Veldu

Valmynd

>

Verkfæri

>

Kort

.

Með kortaforritinu geturðu séð staðsetningu þína á korti,

skoðað kort fyrir ýmsar borgir og lönd, leitað að

heimilisföngum og áhugaverðum stöðum, gert

leiðaráætlanir milli staða og vistað staðsetningar og sent þær

í samhæf tæki. Einnig er hægt að kaupa leyfi fyrir

viðbótarþjónustur eins og ferðahandbækur,

umferðarupplýsingar og leiðsagnarþjónustu með

raddleiðsögn. Slík þjónusta er ekki í boði í öllum löndum eða

svæðum.
Ef þú flettir að svæði sem ekki er á kortum sem hlaðið hefur

verið niður í tækið er korti af svæðinu sjálfkrafa hlaðið niður

um internetið. Einhver kort kunna að vera til staðar í tækinu

eða á minniskortinu. Einnig er hægt að nota Nokia Map

Loader hugbúnaðinn til að hlaða niður kortum. Til að setja

Nokia Map Loader upp í samhæfri tölvu skaltu fara á

www.nokia.com/maps.
Niðurhal á kortum getur falið í sér stórar gagnasendingar um

símkerfi þjónustuveitunnar. Upplýsingar um

gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Þegar þú notar Kort í fyrsta skipti gætirðu þurft að velja

aðgangsstað til að geta hlaðið niður kortum. Hægt er að

breyta aðgangsstaðnum seinna með því að velja

Valkostir

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Internet

>

Sjálfg.

aðgangsstaður

.

GPS-eiginleikinn krefst ytra Bluetooth GPS-móttökutækis.

Tækið er ekki með innbyggt GPS-móttökutæki. Til að geta

notað GPS og leiðsögn þarf að tengja tækið við samhæft GPS-

móttökutæki með Bluetooth.