Ferðalög
Þarftu leiðsögn? Ertu að leita að veitingastað? Eseries tækið
þitt er með búnaðinn sem þarf til að þú komist þangað sem
þú vilt.
Um GPS og
gervihnattamerki
Til að hægt sé að nota GPS þarf samhæfan GPS-móttakara.
Notaðu Bluetooth-tengingu til að tengjast GPS-
móttakaranum. Til að hægt sé að nota samhæfan GPS-
móttakara með Bluetooth-tengingu skaltu velja
Valmynd
>
Tenging
>
Bluetooth
.
GPS-móttakari tekur á móti radíómerkjum af litlum styrk frá
gervihnöttunum og mælir ferðatíma merkjanna. Út frá
ferðatímanum getur GPS-móttakarinn reiknað út
staðsetningu sína upp á metra.
GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af
Bandaríkjastjórn sem ber alla ábyrgð á nákvæmni þess og
viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða fyrir
áhrifum af breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru
af Bandaríkjastjórn og kann að breytast í samræmi við stefnu
varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um borgaralegt GPS og
alríkisáætlun um þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði
gervihnatta getur einnig haft áhrif á nákvæmni. Staðsetning,
byggingar, náttúrulegar hindranir auk veðurskilyrða kunna
að hafa áhrif á móttöku og gæði GPS-merkja. Verið getur að
GPS-merki náist ekki inni í byggingum eða
neðanjarðargöngum og þau geta orðið fyrir áhrifum frá
efnum eins og steypu og málmi.
Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar
og aldrei ætti að treysta eingöngu á staðsetningargögn frá
GPS-móttakaranum og símkerfi fyrir staðsetningu eða
leiðsögn.
Áreiðanleiki áfangamælisins er ekki fullkominn og
sléttunarvillur eru mögulegar. Nákvæmnin veltur einnig á
móttöku og gæðum GPS-merkja.
Til að gera mismunandi staðsetningaraðferðir virkar eða
óvirkar, líkt og Bluetooth GPS, skaltu velja
Valmynd
>
Verkfæri
>
Stillingar
>
Almennar
>
Staðsetning
>
Staðsetningaraðferðir
.