Tengistillingar samstillingar
Til þess að velja tengistillingar fyrir nýtt snið velurðu
Valkostir
>
Nýtt samstillingarsnið
>
Tengistillingar
og
tilgreinir eftirfarandi stillingar:
•
Útgáfa miðlara
— Veldu þá SyncML-útgáfu sem hægt er
að nota með ytri miðlaranum.
•
Auðkenni miðlara
— Sláðu inn auðkenni ytri miðlarans.
Aðeins er hægt að velja þessa stillingu ef útgáfa 1.2 af
SyncML er valin.
•
Gagnaflutningsmáti
— Veldu gagnaflutningsmátann
sem er notaður til að tengjast við ytri miðlarann við
samstillingu.
•
Aðgangsstaður
— Veldu aðgangsstaðinn sem á að nota
með samstillingartengingunni, eða búðu til nýjan
aðgangsstað. Þú getur einnig valið að beðið sé um
aðgangsstað í hvert sinn sem þú hefur samstillingu.
•
Heimanetfang
— Sláðu inn veffang miðlara
gagnagrunnsins sem samstilla á tækið við.
•
Gátt
— Sláðu inn gáttarnúmer miðlarans með
gagnagrunninum.
•
Notandanafn
— Sláðu inn notandanafn til að miðlarinn
beri kennsl á tækið.
•
Lykilorð
— Sláðu inn lykilorð til að miðlarinn beri kennsl
á tækið.
•
Leyfa samst.beiðnir
— Veldu
Já
til að leyfa að
samstillingin hefjist frá miðlaranum með
gagnagrunninum.
•
Samþyk. allar beiðnir
— Veldu
Nei
ef þú vilt að tækið
biðji um staðfestingu áður en samstilling við miðlara er
samþykkt.
•
Sannvottun símkerfis
— Veldu
Já
ef sannvotta á tækið
gagnvart netkerfinu áður en samstilling hefst. Sláðu inn
notandanafn þitt og lykilorð fyrir netkerfið.